Myndirnar segja alla söguna.. njótið vel!
Við erum með fullkomna afsökun fyrir uppvasksleysi.. það eru óprúttnir loðnir aðilar sem halda til í vöskunum. |
Uppáhalds koddaverið mitt.. RIP. Móðir mín hafði ótal sinnum dæmt það til ævilangrar tuskuvistar í tuskuskúffunni miklu inni í þvottahúsi. Ég bjargaði því alltaf jafnóðum. |
Við erum ekki með styttur í gluggunum.. |
Tveggja mánaða skammtur af hvítu sokkunum mínum, nýþvegnir og fínir. Það tekur aðeins nokkrar klukkustundir að para þá saman... hentugt! |
Nýi heimasíminn. Hann er að sjálfsögðu enn ótengdur. En gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki í heimilislífinu. Harpa fékk að taka fyrsta símtalið sem var ótengt. |
Hún fékk sláandi fréttir í gegnum fiðrað tólið. |
Áttaði sig svo á því að síminn var ekki tengdur og var ánægð með að hún fékk kannski ekki svo slæmar fréttir. |
Frystirinn okkar. Hér hefur mjög nýlega sprungið pepsi og bjór. .. nánar tiltekið fyrir nokkrum mánuðum. |
Skipulagshillan fyrir ofan ísskápinn. Ef maður finnur ekki eitthvað. Þá er dótið þarna. |
Ég verð nú að setja inn nokkrar sætar af okkur hjónunum í sólinni á Café Paris í gær. |
Eiginlega alveg eins mynd.. alltaf ein til vara. |
MR-ingarnir að njóta lífsins. |
Smá teppastemmari í lokin.. :) Sumarkremj og knús! |