Wednesday, May 30, 2012

Hverfismyndablogg


Myndirnar segja alla söguna.. njótið vel! 


"Anna veistu hvað! Við erum komnar með ávaxtaskál!" var það sem ég fékk að heyra einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni. Óhætt er að segja að ávaxtaskálin var aftur kominn á sinn stað inn í skáp, ávaxtalaus, viku síðar. Einhver gleymdi að útskýra fyrir Hörpu að ávextir skemmast ef þeir eru á borðinu að marinerast í marga daga.




Við erum með fullkomna afsökun fyrir uppvasksleysi.. það eru  óprúttnir loðnir aðilar sem halda til í vöskunum.

Uppáhalds koddaverið mitt.. RIP. Móðir mín hafði ótal sinnum dæmt það til ævilangrar tuskuvistar í  tuskuskúffunni miklu inni í þvottahúsi. Ég bjargaði því alltaf jafnóðum.

Ég gat ekkert frekar sætt mig við dauða koddaversins, þess vegna hefur það öðlast nýtt hlutverk. Sem smekkur fyrir barnið sem við Harpa ætlum að eignast. Hér er smekkurinn frumsýndur í frábærum náttbuxum og jólainniskóm.

Við erum ekki með styttur í gluggunum.. 

Tveggja mánaða skammtur af hvítu sokkunum mínum, nýþvegnir og fínir.  Það tekur aðeins nokkrar klukkustundir að para þá saman... hentugt!

Nýi heimasíminn. Hann er að sjálfsögðu enn ótengdur. En gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki í heimilislífinu. Harpa fékk að taka fyrsta símtalið sem var ótengt.

Hún fékk sláandi fréttir í gegnum fiðrað tólið.

Áttaði sig svo á því að síminn var ekki tengdur og var ánægð með að hún fékk kannski ekki svo slæmar fréttir.

Frystirinn okkar. Hér hefur mjög nýlega sprungið pepsi og bjór. .. nánar tiltekið fyrir nokkrum mánuðum. 

Skipulagshillan fyrir ofan ísskápinn. Ef maður finnur ekki eitthvað. Þá er dótið þarna.

Ég verð nú að setja inn nokkrar sætar af okkur hjónunum í sólinni á Café Paris í gær. 

Eiginlega alveg eins mynd.. alltaf ein til vara.

MR-ingarnir að njóta lífsins.

Smá teppastemmari í lokin.. :)

Sumarkremj og knús!