Myndirnar segja alla söguna.. njótið vel!
Við erum með fullkomna afsökun fyrir uppvasksleysi.. það eru óprúttnir loðnir aðilar sem halda til í vöskunum. |
Uppáhalds koddaverið mitt.. RIP. Móðir mín hafði ótal sinnum dæmt það til ævilangrar tuskuvistar í tuskuskúffunni miklu inni í þvottahúsi. Ég bjargaði því alltaf jafnóðum. |
Við erum ekki með styttur í gluggunum.. |
Tveggja mánaða skammtur af hvítu sokkunum mínum, nýþvegnir og fínir. Það tekur aðeins nokkrar klukkustundir að para þá saman... hentugt! |
Nýi heimasíminn. Hann er að sjálfsögðu enn ótengdur. En gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki í heimilislífinu. Harpa fékk að taka fyrsta símtalið sem var ótengt. |
Hún fékk sláandi fréttir í gegnum fiðrað tólið. |
Áttaði sig svo á því að síminn var ekki tengdur og var ánægð með að hún fékk kannski ekki svo slæmar fréttir. |
Frystirinn okkar. Hér hefur mjög nýlega sprungið pepsi og bjór. .. nánar tiltekið fyrir nokkrum mánuðum. |
Skipulagshillan fyrir ofan ísskápinn. Ef maður finnur ekki eitthvað. Þá er dótið þarna. |
Ég verð nú að setja inn nokkrar sætar af okkur hjónunum í sólinni á Café Paris í gær. |
Eiginlega alveg eins mynd.. alltaf ein til vara. |
MR-ingarnir að njóta lífsins. |
Smá teppastemmari í lokin.. :) Sumarkremj og knús! |
ef við bara nokkurn tímann tækjum ávextina fram yfir ristað brauð með kókómjólk þá mundi ávaxtaskálarhugmyndin ganga upp sko ;P
ReplyDeleteHe he já hugmyndin á bakvið ávaxtaskálina er að borða ávextina áður en þeir verða svona. En þetta minnir mig mikið á minn fyrsta búskap ég var til dæmis líka með haug af hvítum sokkum sem tók óratíma að para saman ;)
ReplyDeleteND
Trikkið er auðvitað að hafa alla sokkana eins, þá tekur það enga stund að para þá saman.
ReplyDeleteSvo held ég að þið séuð alveg að misskilja þetta með frystinn.
Betri er einn bjór í maga en tveir í frysti...