Wednesday, February 1, 2012

Hvergilandið

Tómt blað. Þetta er ekki einu sinni blað. Tilhugsunin um fjaðurpenna kitlar mig í nefið. Hvað varð um gömlu góðu  blekdollurnar, ritvélarnar og tippexið? Hvenær varð gamalt gamalt og nýtt nýtt?



Ég lít upp frá hinu galtóma blaði og við mér blasir sérkennileg sjón: Harpa skarpa á kafi inni í hinum virðulega ísskáp öll á ská og skjön á fullu að leysa eitthvað verkefni. Harpa hverfur lengra inn í ísskápinn svo ég varla sé í litla græna kjólinn hennar lengur. Þessi annars annkannalega sjón fær mig til þess að velta því fyrir mér hvort að ísskápurinn gæti verið anddyri inn í næstu veröld. Mig langar þá með. Hún keypti jú óhugnalegt magn af piparosti um daginn sem gæti hafa verið dulbúinn farmiði inn í þetta undraverða undraland. Ég toga aðeins í hárið á mér og nudda á mér augun.
"Það er allt að frjósa inni í þessum skáp" Harpa er greinilega ekki að borga sig inn með piparosti og ég er ekki að fara að hitta Michael Jackson í Hvergilandi.
"Ef að ég er að hækka þá er ég að lækka... eða bíddu" Harpa grunar ísskápinn um græsku.
Góði eiginmaðurinn sem ég er, stendur upp og sinnir henni. Hún er ekki sátt við blekkingarmátt ísskápsins sem hefur miskunnarlaust ruglað hana í ríminu og skellir hurðinni aftur. Ég kveð Michael í hljóði. Ég vernda karlmennsku mína líkt og eigið hold og blóð, þykist vita nákvæmlega hvað amar að ísskápnum og geng stolt frá loknu verki.


"Hvað segirðu?" Roðinn í kinnum hennar dofnar og græni liturinn í kjólnum spilar aðalhlutverkið á ný. Ljúfan sem hún er sest niður og hlustar á ómerkilegt rausið í mér.
"Það fékk mig virkilega til að hugsa" segi ég. "Ég hitti fyrir konu í dag. Hún sagði mér að það mætti enginn vera gamall á Íslandi í dag. Það væri ekki í tísku og að hér á landi væri æskudýrkun og vegna þessa væri hún undir miklu álagi. Er það satt?"
Konan sem ég þekkti ekki. Konan sem var um fertugt. Konan sem var alvöru kona. Konan sem var falleg. Konan sem hafði ekki hugmynd um það. Á fertugsaldri. Með verulegar íþyngjandi áhyggjur.




Hvað er Ásdís Rán gömul? Hversu gömul lítur hún út fyrir að vera?

Gerviaugnhár, gervibrúnka, barbítennur, litað hár, sléttað hár, krullað hár, klístrað gloss, vöxuð píka (já ég sagði píka og vax líka -  í sömu setningu), gervineglur og síðast en ekki síst gervibros.

Höldum áfram.. tómt wordskjal, tómt blað, gömul ritvél, fjaðurpenni?

Ég tilbið fallega gamla ritvél og fjaðurpenna af gamla skólanum sem kitlar mig í nebbann.



Hendi niður wordskjalinu sem er ekkert nema ómerkilegur gervipappír.

Ég hef í gegnum tíðina stundað þessar fegrunaríþróttir af kappi og ég mun ekki hægja á. Því þá hef ég ekki möguleikann á því að öðlast tímabundna fegurð lengur. En vissulega fær þetta mig til að hugsa. Þarf ég allt þetta til þess að finnast ég falleg þegar ég horfi í spegilinn, er ég tilbiðin ritvél eða er ég tómt wordskjal?

Því verður ekki svarað að sinni.

Eníbení

2 comments:

  1. a) þú ert alltaf falleg (I shpuld know mwuhaha... kannski ég ætti að kaupa falda myndavél)

    b) Að hækka styrkinn (semsagt auka kuldann) eða hækka hitann.. finnst þetta eðlileg pæling þegar það stendur ekki °C með tölunum

    c) Við skulum ræða hver er karlmaðurinn á þessu heimili eftir að fataskápurinn þinn er kominn og stendur samansettur inni í herbergi

    d) Græni kjóllinn er ekki af sömu stærð og pilsið í fyrstu færslunni, höfum það á hreinu

    I res my case! Love you
    Harps

    ReplyDelete
  2. eitt enn :P Scarpa þýðir skór á ítölsku, ég er stolt harpa scarpa enda skóunnandi ;)

    ReplyDelete