Friday, July 27, 2012
Sögustund
Er undir áhrifum Bridget Jones. Hef komist að því af eigin rammleik að breska er í raun frekar torskilt tungumál. Eftir að hafa komist í gegnum helming bókarinnar án teljandi vandræða þannig lagað þá fékk ég að lokum nóg af sjálfri mér því sumt gat einfaldlega ekki staðist. Googlaði orðið "fag" því ekki gat það verið að helmingur persóna í bókinni spyrðu Bridget hversdagslega hvort hún væri með eins og eitt stykki samkynhneigðan karlmann á sér (undirrituð hugsaði með sér að varla gengju bretar með homma á sér.. eða hvort það væri kannski normið að eiga gay vin væri maður ung og efnileg framakona líkt og Bridget sjálf).
"Bridget, do you have a fag?"
Bridget: "...have given up on fags.."
Að auki virtist hún vera viðstöðulaust að hætta að nota homma og síðan hafið notkun á þeim á ný. Hvers lags notkun það var á þessum mönnum fylgdi aldrei sögunni.
Leitarvélin Google leiddi mig í sannleikann um hið sérlega orð "fag". Er þetta slanguryrði yfir sígarettu.. sem mætti ef til vill útfærast sem "retta" á góðri íslensku.
Við þessa merku uppgötvun hefur skilningur minn á veröld Bridget aukist til muna. Enn er er óvíst hvort lestur þessarar bókar er undirritaðri til framdráttar í lífinu almennt og hvort greindarvísitala lesenda bókarinnar muni hríðlækka með hverri lesinni blaðsíðu.
Ég er að minnsta kosti að skemmta mér ágætlega við lesturinn :)
XoXo
Anna :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sigrún: Skemmtileg bók :p þarf að fara að lesa hana aftur ^^
ReplyDelete