Wednesday, April 17, 2013

Húsmóðirin lætur til sín taka

Hef verið ansi myndarleg í eldhúsinu upp á síðkastið og langar að deila með ykkur einfaldri og góðri uppskrift að niðurskornu epli með hjálp EP3000 = EPLASKERI 3000. Ég verð nú bara hreinlega að deila þessari endalausu snilld með ykkur! Nei okei hann heitir ekki svona kúl nafni, þetta er bara venjulegt plastdót úr IKEA.. en mikið er ég hrifin af þessum einfalda hlut. Ég tók sem betur fer myndaseríu af þessu fyrir ykkur svo þið mynduð skilja hvað ég væri að tala um. 

Uppskrift að niðurskornu epli

 Til vinstri á myndinni má sjá grænan eplaskerann og þetta rauða á myndinni er safaríkt FUJI epli úr hagkaup. Verið viss um að rugla ekki þessu tvennu saman. 

Nú stillum við upp eplaskeranum ofan á mitt eplið og voila! Komið fallegt eplablóm!  

Losum eplið úr EP3000 og njótum. Afar hentugt líka fyrir gæludýraeigendur eins og mig sjálfa sem eiga kött sem að borðar ávexti. Hagstæðara er að hafa niðurskorið epli í stað þess að hafa óniðursneitt epli svo að kötturinn geti fengið einn bát en ekki byrjað að sleikja allt eplið! Þá eru góð ráð dýr og þá meina ég að ég fer á hausinn ef að kötturinn ætlar að fara að slátra heilu Fuji epli.


Verði ykkur að góðu 
Ykkar ráðagóða Anna



No comments:

Post a Comment