Ég er nokkuð viss um að ef ég væri bara orðin þrítug þá væri fólk líka búið að gefast upp á því að ég færi að skjóta út kríli. Á þessum gullna aldri 25-30 þá er maður dæmdur til þess að vera farin að huga að barneignum en þegar menn eru orðnir 30 þá er fólk farið að gruna að mann langi kannski bara ekkert í krakka. Ég velti þessu stundum fyrir mér þar sem fólk virðist skjóta því að á ótrúlegustu tímum að ég sé nú farin að spá virkilega í þessu sem er alls ekki raunin en ég er búin að fá staðfest frá kvensjúkdómó að ég þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af fersku eggjunum fyrr en ég verð 38 ára gömul. Fékk nefnilega smá ótímabært æðiskast um daginn þegar ég þurfti að fara í "sónar".. já það var nú ekki tilkomið vegna sníkjudýrs í mallakút heldur blöðrubólgu. Þá var mér tilkynnt af kvensjúkdómó að fersku eggin væru skoppandi kát í eggbúinu sínu tilbúin að láta frjóvga sig. Það eina sem ég heyrði var: "Sjáðu öll þessi fínu egg sem eru AÐ DEYJA SMÁTT OG SMÁTT" arrrrg!! En ég var svo róuð niður með 38 ára mítunni og hef ekki leitt hugann að þessu lengi.
Það sem að kvensjúkdómó sá
Það sem að ég sá fyrir mér
En ég þarf nú víst ekki að hafa miklar áhyggjur af því að verða gömul þar sem að ég er víst enn spurð í sundi hvort ég sé orðin 17 ára. Þó ekki jafn hentugt þegar maður sækir um vinnu og fólk heldur að maður sé enn í menntaskóla. Þetta er svona win-lose situation. Ég mun kunna að meta þetta síðar.
En það sem að er svona aðallega í gangi hér á þessum bænum er að sjálfsögðu að halda ungleikanum í hámarki. Fer ekki út úr húsi án þessa gimsteins:
Sem sagt brúsinn a.k.a. "Skvísan" en ekki gervi-kaktusinn mér fannst hann bara passa svo vel við þessa grænu kaktusa svo ég ákvað að taka svona lekkera mynd af þessu saman. Bæði er þetta jú svo hollt og gott! Vatn í brúsa og öööö.. gervikaktusar.. nevermind..
Ég er alls ekki hissa á því að þið skiljið ekki afhverju ég kalla brúsann minn "Skvísu". Ég mætti nefnilega á Herbalife ráðstefnu um daginn og þá var endalaust verið að tala um einhverja skvísu sem væri í verðlaun. Maðurinn stóð uppi á sviði með pakka fullan af herbalife-dóti og sagði alltaf "já og svo er að sjálfsögðu skvísa með í pakkanum"... hmmmm skvísa? Er þá mynd af skvísu? Er dagatal í þessu með skvísum? Svona pepp fyrir herbalife fólkið að sjá flottar skvísur!!! Já ég skil þetta núna! Maðurinn sem gaf verðlaunin átti líka kærustu sem var algjör skvísa svo hann hlaut að vita hvaða konur væru skvísur og hverjar ekki! Aldeilis!
Ég spurði stelpuna við hliðina á mér samt til öryggis og hún sagði mér að það væri brúsinn.. squeeze = skvísa. Ahaaaa því maður kreistir brúsann sjáiði til. Já ég veit ég er alltaf seinust að fatta allt!
En þrátt fyrir allan skvísumisskilning þá er ég ekkert að misskilja vatnsþörfina mína á hverjum degi sem er 2L í það minnsta. 8 lítil glös af vatni eða svona ca 4 brúsar af skvísu! Það er samt bannað að svindla og gúlpa í sig heilum í einu! Trikkið er að vera að súpa allan daginn. Þá höldum við vatnsbúskapnum í góðu jafnvægi og aukum brennsluna. Hver vill ekki brenna meiru bara með því að drekka vatn! Réttiði upp hönd! Jæja ég er farin að hljóma eins og Marteinn Lúther.. ætla að fara í ræktina með mömmu minni sem ætlar að kjötsnyrta barnið sitt í Laugum á þessum fallega degi!
Ræktarlag vikunnar, eitt gamalt og gott!:
Hvet alla til að drekka meira vatn!!
Gleði gleði!
Knús
Anna
No comments:
Post a Comment