Í ljósi þess að vinsældir gamla bloggsins voru gríðarlegar (hef fengið í hendurnar mjög flóknar tölfræðilegar upplýsingar sem gáfu það til kynna að um fimm fastagesti var að ræða og enga ófasta gesti sem fylgdust með blogginu heitna, sem verður að teljast hreint ótrúleg aðsókn) þá hef ég ákveðið að þjófstarta nýrri þankalaug.
Hér verður hægt að fylgjast með hinu lítríka lífi á Hverfisgötunni ft. Harpa, Anna og loðboltarnir, heilsuátaksárangri (þær færslur verða síðan teknar saman í sérlegt bókabindi: "Sérlegar afsakanir" og ef guð gefur okkur: "Afsakanir framhald II". Get ekki ímyndað mér annað en að femin.is verði æst í að selja þessar elskur eins og heitar lummur. Virkileg þörf er fyrir safn afsakana fyrir fólk eins og mig.. T.d. er orðið mjög þreytt að vera ristarbrotin í þriðja sinn) og hreinlega allt sem að mér dettur í hug að þvarga um.
Bloggið er hrárra en sushi enn sem komið er og allir hata sushi (Ekki reyna þetta, þó það sé borið fram með hallarmáli, ferkantað, hornrétt, prjónætt og í dásamlegum plastbakka með loki skreyttu með slaufu þá er þetta hráætis- og hrægammarán um hábjartan dag og verður ekki samþykkt til átu í nánustu framtíð). Ég lappa upp á síðuna fljótlega :)
Kveðja, Anna Ýr
Til hamingju með nýja bloggið! Hlakka til að lesa :)) Kv.Elsa
ReplyDeletePS. Er SVO sammála þér með sushi-ið!
Takk sæta mín :))
Deletehef verið fastagestur á hinum bloggunum & mun halda því áfram ^^ kv Sigrún
ReplyDeleteDagur 1: Afsökun 1. Íþróttaskórnir voru heima hjá mömmu og pabba og neyddist ég til að fara þangað að sækja þá en neyddist því miður til að fá mér smá að borða í leiðinni og náði þ.a.l. ekki í ræktina fyrir námskeiðið.
ReplyDeleteEn þetta er bara forsmekkurinn að bókinni og ef þið viljið heyra fleiri afsakanir þá verðið þið að bíða spennt eftir að hún verði gefin út hehehe
HAHAH Við verðum búnar að rúlla upp þessari bók áður en við vitum af!
ReplyDelete