Nema svo áttaði ég mig á því að þetta var bara allt mér að kenna en ekki ósamvinnuþýðum skrokki. Það er víst þannig að helgarnar (föstudagskvöld-laug-sun) eru um það bil þriðjungur af vikunni. Er þá ekki allt í lagi að fá sér ís á föstudegi, borða steik og fara á djammið á laugardegi og svo taka þynnkumat á sunnudegi og nammi, detta svo inn í fullkomna viku næstu 4 daga og ná frábærum árangri! Hmmm..
Ekki alveg.
Ég átti alveg að vita þetta en var ekki búin að ná alveg tökum á þessum blessuðu helgum sem virðast alltaf setja mann í einhvern óhollustu rússíbana án þess að maður átti sig nokkuð á því fyrr en á mánudegi þegar öll vinna síðastliðnar viku virðist fyrir bí.
Ráð til þess að ná tökum á helgunum:
Takmarka djamm eða taka edrú-djamm og massa vatnsdrykkjuna í staðinn fram á rauða nótt :)
Ræktin er þinn besti vinur um helgar.
Hafa nóg fyrir stafni.
Átta sig á því að föstudagur er VIRKUR dagur.
Líklegt er að kræsingar bjóðist á laugardegi eða sunnudegi og er þess vegna betra að eiga slíkan munað inni.
Gera allt til þess að komast í ræktina eftir vinnu, þá er ekki jafn gaman að "eyðileggja" ræktina með svindli.
Fá sér eitthvað óvanalegt í kvöldmat en gæta hófs og hollustu.
Útbúa exótíska ávaxtaskál með spennandi berjacombói
Vertu þessi týpa á föstudagskvöldum
Laugardagar eru nammidagar! Er það ekki? Nei, ekki nema þú viljir að það sé svindlið þitt.
Vertu búin að hugsa út í það hvað verður svindlið þitt. Verður það ís, nammipoki, snakk eða jafnvel sveitt máltíð? Þú mátt ekki fá allt! Verður að velja og velja rétt :)
Nammið má ekki duga fram á næsta dag. Því að þá er næsta víst að það verði klárað daginn eftir.
Þú þarft ekki að velja svindl ef þig langar það ekki. Ekki gera það bara af því að þú "átt" að gera það.
Reyndu að takmarka svindltímann við nokkrar klst en ekki allan daginn.
Frábært að henda inn góðri brennslu inn í nammidaginn. Þá líður manni ofsalega vel í svindlstundinni. Eftirbruninn í lærunum alveg þvílíkt að vinna á lakkrísnum!!! ;)
Ekki vera þessi gæi á laugardögum
Sunnudagar eru framhaldsnammidagar er það ekki? Nei.
Hvar er nammipokinn/snakkpokinn frá því í gær? Þú átt annað hvort að segja að hann sé búinn eða að þú vitir ekki um hann því þú baðst einhvern um að fela hann fyrir þér rétt áðan. Húsleit er ekki í boði heldur.
Frjálst að skipta út sunnudegi/laugardegi að vild :)
Ég fékk mér nammi í gær, þó ekki þetta týpíska heldur "hollustunammi". Vissulega er það stútfullt af kaloríum en mér líður miklu betur af því heldur en Hagkaupsnamminu.
Mmmm namm jógúrtbananar!
Blandað við Wasabi hnetur!! Sjúkt gott!
Virkilega góð helgi að baki, hlakka til að takast á við komandi viku :)
Anna